Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Vestmannaeyjarbær - Skylda stjórnvalds til að svara erindum

Oddur Júlíusson 9. desember 1999 99060013

Brekastíg 7B 16-8000

900 Vestmannaeyjum

Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 7. þ.m., þar sem óskað er eftir að ráðuneytið sjái til þess að Vestmannaeyjabær virði þá skyldu sína að svara erindum sem því berast í samræmi við lög.

Samkvæmt athugasemdum með frumvarpi til stjórnsýslulaga og álitum umboðsmanns Alþingis er það meginregla í stjórnsýslurétti að hver sá sem ber upp skriflegt erindi við stjórnvöld eigi almennt rétt á að fá skriflegt svar nema svars sé ekki vænst. Því er ljóst að stjórnvöldum ber almennt að svara skriflegum erindum skriflega.

Hvað varðar spurninguna um rétt til aðgangs að gögnum og upplýsingum gilda um það upplýsingalög nr. 50/1996. Kærum vegna þess að neitað er að afhenda gögn skal beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

F. h. r.

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

Afrit: Vestmannaeyjabær.




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum